MenuMenu

Arfleifð 

Samlegðaráhrif

Stofnað á Austfjörðum 2022 

Kaldvík var stofnað árið 2022 úr sameiningu tveggja félaga: Fiskeldi Austfjarða og Laxar. Í dag er fyrirtækið eina laxeldisfyrirtækið á Austfjörðum.

Grunngildi

01

Gæði

Við tryggjum það að hver einasti lax sem við látum frá okkur sé af hæsta gæðaflokki.

02

Sjálfbærni

Við tryggjum það að starfsemi okkar fari fram á sjálfbæran hátt, þannig að hún starfi í sátt við íslenska náttúru og leggi sitt af mörkum til loftslagsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna.

03

Gegnsæi

Við viljum bjóða upp á gagnaupplýsingar um starfsemi okkar til þess að halda hagaðilum upplýstum um starfsemina.

04

Arfleifð

Við komum af rótgróinni fiskveiðiarfleifð á Austfjörðunum. Sú þekking sem hefur skapast þar nýtum við í okkar starfsemi.

05

Samfélagsþátttaka

Við viljum hlúa að okkar nærsamfélögum og leggja okkar að mörkum að áframhaldandi hagsæld og velferð.

Arfleifð

Hefðbundnar fiskveiðar á Austfjörðum 

Í aldaraðir hefur sjósókn verið burðarás í lífsafkomu Austfirðinga. Hefðbundnar fiskveiðar hafa mótað menningu og efnahag Austfjarða kynslóðum saman. Þessi arfleifð snýst ekki bara um fiskveiðar heldur einnig um alla lífshætti, þekkingu á hafinu og samfélagsanda sem skapast af sameiginlegri vinnu aflans á sjó og landi.

Varðveisla hefða
Kaldvík, sem eina fiskeldisfyrirtækið á Austfjörðum leggur metnað sinn í  viðhalda þessum hefðum með sjálfbærum vinnubrögðum. 
Samfélag

Virðing fyrir arfleifð fiskveiða í samfélögunum okkar 

Kaldvík leggur sitt að mörkum til að stuðla að uppbyggingu efnahags svæðisins með því að skapa störf sem eykur tækifæri yngra fólks til að búa á svæðinu. Með því að þjálfa og ráða heimamenn í fiskeldi tryggir fyrirtækið að færni og þekking á hafinu haldi áfram að ganga í arf, þó í nútímalegri mynd sé.

Með þessum hætti getur Kaldvík ekki aðeins viðhaldið staðbundnum efnahag heldur einnig virt og varðveitt ríka fiskveiðiarfleifð svæðisins, þannig  hún blómstri fyrir komandi kynslóðir. 
Footer CTA Banner

Umhyggja fyrir laxi og arfleifð

Heimilisfang

Kaldvík ehf.

Strandgata 18,

735 Eskifjordur

Netfang

contact@kaldvik.is

© 2025 Kaldvik